Ný lyf á markað

Ný lyf á markað

LYFIS markaðssetti 2 ný lyf í júlí 2017. Um er að ræða eftirfarandi lyf;

Gabapentin PCD 300 mg og 400 mg hörð hylki – 120 stk. pakkningar.

Lyfið inniheldur virka efnið gabapentinum. Lyfið er ætlað sem viðbótarmeðferð þegar um er að ræða hlutaflog (partial epilepsy), með eða án síðkominna alfloga, hjá fullorðnum og börnum, 6 ára og eldri en einnig sem einlyfjameðferð þegar um er að ræða hlutaflog (partial epilepsy), með eða án síðkominna alfloga, hjá fullorðnum og unglingum, 12 ára og eldri. Lyfið er til viðbótar notað til meðferðar á útlægum taugaverkjum, svo sem slæmum taugaverkjum í tengslum við sykursýki og taugahvoti í kjölfar herpessýkingar (postherpetic neuralgia) hjá fullorðnum.

Lyfið er lyfseðilsskylt.

Marbodin 10 mg og 20 mg filmuhúðaðar töflur.

Lyfið inniheldur virka efnið memantinum. Lyfið er ætlað við miðlungi miklum til alvarlegum Alzheimerssjúkdómi.

Lyfið er lyfseðilsskylt.

Ný pakkningastærð í lausasölu

Ný pakkningastærð í lausasölu

LYFIS markaðssetti nýja pakkningastærð í lausasölu í júlí 2017. Um er að ræða eftirfarandi lyf;

Esomeprazol Krka 20 mg magasýruþolin hylki – 28 stk. pakkning

Lyfið inniheldur virka efnið esomeprazolum. Lyfið er ætlað til meðferðar í stuttan tíma við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít) hjá fullorðnum. Fyrir á markaði í lausasölu er 14 stk. pakkning. Lausasölulyf.

 
Ný lyf á markað

Ný heimasíða

Ný heimasíða LYFIS var opnuð þann 1. júlí 2017. Síðan inniheldur mun meiri upplýsingar um fyrirtækið og starfsemi þess en sú fyrri ásamt því að við bætast mun ítarlegri upplýsingar um lyfjagát og eyðublað til að tilkynna aukaverkanir til fyrirtækisins. Einnig er öryggisefni lyfja nýtt á síðunni en þar er að finna allt útgefið öryggisefni lyfja LYFIS, þ.e. þeirra lyfja sem skilyrði er að gefa út sérstakt öryggisefni fyrir.