Ný lyf á markað 1. september 2017

Ný lyf á markað 1. september 2017

LYFIS markaðssetti 2 ný lyf í september 2017. Um er að ræða eftirfarandi lyf;

Dasselta 5 mg filmuhúðaðar töflur
Zonnic Mint 4 mg munnholsduft í posa
 
Dasselta 5 mg töflur – 30 stk. og 100 stk. pakkningar
Lyfið inniheldur virka efnið desloratadinum. Lyfið er ætlað fullorðnum og unglingum, 12 ára og eldri, til að draga úr einkennum ofnæmiskvefs og ofsakláða.

Lyfið er lyfseðilsskylt.
 
Zonnic Mint 4 mg munnholsduft í posa – 20 posar í dós
Lyfið inniheldur virka efnið nicotinum. Lyfið er ætlað til meðferðar við tóbaksfíkn með því að draga úr löngun í nicotin og úr fráhvarfseinkennum, og auðvelda þannig reykingafólki sem er reiðubúið að hætta að reykja að venja sig af tóbaki eða til að auðvelda reykingafólki sem getur ekki eða vill ekki hætta að reykja, að draga úr reykingum.

Lausasölulyf.