Ný heimasíða LYFIS var opnuð þann 1. júlí 2017. Síðan inniheldur mun meiri upplýsingar um fyrirtækið og starfsemi þess en sú fyrri ásamt því að við bætast mun ítarlegri upplýsingar um lyfjagát og eyðublað til að tilkynna aukaverkanir til fyrirtækisins. Einnig er öryggisefni lyfja nýtt á síðunni en þar er að finna allt útgefið öryggisefni lyfja LYFIS, þ.e. þeirra lyfja sem skilyrði er að gefa út sérstakt öryggisefni fyrir.