LYFIS markaðssetti 2 ný lyf í júlí 2017. Um er að ræða eftirfarandi lyf;

Gabapentin PCD 300 mg og 400 mg hörð hylki – 120 stk. pakkningar.

Lyfið inniheldur virka efnið gabapentinum. Lyfið er ætlað sem viðbótarmeðferð þegar um er að ræða hlutaflog (partial epilepsy), með eða án síðkominna alfloga, hjá fullorðnum og börnum, 6 ára og eldri en einnig sem einlyfjameðferð þegar um er að ræða hlutaflog (partial epilepsy), með eða án síðkominna alfloga, hjá fullorðnum og unglingum, 12 ára og eldri. Lyfið er til viðbótar notað til meðferðar á útlægum taugaverkjum, svo sem slæmum taugaverkjum í tengslum við sykursýki og taugahvoti í kjölfar herpessýkingar (postherpetic neuralgia) hjá fullorðnum.

Lyfið er lyfseðilsskylt.

Marbodin 10 mg og 20 mg filmuhúðaðar töflur.

Lyfið inniheldur virka efnið memantinum. Lyfið er ætlað við miðlungi miklum til alvarlegum Alzheimerssjúkdómi.

Lyfið er lyfseðilsskylt.