LYFIS markaðssetti 5 ný lyf í ágúst 2017. Um er að ræða eftirfarandi lyf;

Attentin 5 mg, 10 mg og 20 mg töflur
Cleye 0,12 mg/ml augndropar
Emtricitabine/Tenofovir disoproxil Krka 200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur
Etoricoxib Krka 30 mg, 60 mg, 90 mg og 120 mg filmuhúðaðar töflur
Gliclatim 30 mg töflur með breyttan losunarhraða

Attentin 5 mg, 10 mg og 20 mg töflur – 30 stk. pakkningar
Lyfið inniheldur virka efnið dexamphetaminum. Lyfið er ætlað til notkunar sem hluti af víðtækri meðferðaráætlun við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) hjá börnum og unglingum, 6 til 17 ára, þegar svörun við fyrri meðferð með methylphenidati er talin klínískt ófullnægjandi.

Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Til að lágmarka áhættu eða tryggja rétta verkun við notkun þessa lyfs hafa lyfjayfirvöld gert kröfu um útgáfu og dreifingu öryggisupplýsinga. Afhenda þarf ummönnunaraðila útgefið efni áður en lyfinu er ávísað eða notkun þess hafin. Útgefið efni má finna undir valhnappnum „Öryggisefni“ hér á vef LYFIS.

Lyfið er lyfseðilsskylt og eftirritunarskylt.

Cleye 0,12 mg/ml augndropar – 10 ml pakkning
Lyfið inniheldur virka efnið naphazolinum hýdróklóríð. Lyfið er ætlað við vægum roða og ertingu sem stöku sinnum kemur fram í augum.

Lausasölulyf.

Emtricitabine/Tenofovir disoproxil Krka 200 mg/245 mg filmuhúðaðar töflur – 30 stk. pakkning
Lyfið inniheldur virku efnin emtricitabinum og tenofovirum disoproxil. Lyfið er notað í samsettri meðferð við HIV-1 sýkingu en einnig sem fyrirbyggjandi meðferð fyrir útsetningu til að draga úr hættu á HIV-1 sýkingu.

Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Til að lágmarka áhættu eða tryggja rétta verkun við notkun þessa lyfs hafa lyfjayfirvöld gert kröfu um útgáfu og dreifingu öryggisupplýsinga.

Lyfið er lyfseðilsskylt, sjúkrahúslyf og ávísun bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum.

Etoricoxib Krka 30 mg, 60 mg, 90 mg og 120 mg filmuhúðaðar töflur
Lyfið inniheldur virka efnið etoricoxibum. Lyfið er ætlað við einkennum slitgigtar, iktsýki, hryggiktar og við verkjum og bólgueinkennum tengdum bráðri þvagsýrugigt ásamt smakktíma meðferð við miðlungi miklum verkjum í tengslum við tannaðgerðir.

Lyfið er lyfseðilsskylt.

Gliclatim 30 mg töflur með breyttan losunarhraða – 90 stk og 180 stk. pakkningar
Lyfið inniheldur virka efnið gliclazidum. Lyfið er ætlað við insúlínóháðri sykursýki (gerð 2) hjá fullorðnum, þegar breytt mataræði, hreyfing og þyngdartap eitt og sér nægir ekki til að ná stjórn á blóðsykri.

Lyfið er lyfseðilsskylt.