UM LYFIS

LYFIS ehf. er íslenskt lyfja- og heilbrigðisvörufyrirtæki sem stofnað var árið 2006. Skrifstofa fyrirtækisins er að Lynghálsi 13 í Reykjavík.

LYFIS er bæði markaðsleyfishafi og umboðsaðili fyrir lyf og hefur markaðssett bæði frumlyf og samheitalyf, þó aðallega samheitalyf. Fyrirtækið setti sín fyrstu lyf á markað árið 2010 og hefur síðan þá reglulega sett ný lyf á markað og er nú með yfir 100 lyf markaðssett.

Stefna LYFIS er að vera ávallt með lægsta verð lyfja á markaði.

LYFIS hefur einnig sett á markað nokkrar heilbrigðisvörur, þ.e. lækningavörur (Medical Device) og fæðubótarefni.

Hjá LYFIS starfar flottur hópur samhentra einstaklinga með mismunandi menntun og mikla þekkingu á lyfjamarkaðinum við að finna og markaðssetja ný lyf, með það að markmiði að auka öryggi í aðgengi lyfja á Íslandi og að lækka lyfjaverð.

Gildi LYFIS eru;

Samvinna

Samvinna hefur verið og er það afl sem einkennir allt starf innan fyrirtækisins. Með sameiginlegu og samstilltu átaki hefur fyrirtækinu tekist að ná eftirtektarverðum árangri í markaðssetningu lyfja hraðar og í meira umfangi en dæmi eru um á Íslandi.

Lausnir

Innlimað í allt starf fyrirtækisins er hugsunin um lausnir, sem skapar og drífur verkefnin áfram. Þar reynir á hugann í umhverfi sem er umvafið reglum og þar skapast vettvangur til að ögra sjálfum sér.

Skilvirkni

Samvinna starfsmanna og stöðug leit að lausnum leiðir til mikillar skilvirkni innan fyrirtækisins og hefur komið fyrirtækinu á þann stað sem það er í dag.

Hagkvæmni

Þegar Samvinna, Lausnir og Skilvirkni koma saman verður útkoman Hagkvæmni og hefur með samblandi allra þessara þátta tekist á undraverðum tíma að byggja um mjög öflugt lyfjafyrirtæki sem komið hefur á virkri samkeppni á markaði á Íslandi.

LYFIS hefur aukið samkeppni á íslenska lyfjamarkaðinum svo um munar og þannig leitt til mikillar lækkunar á verði lyfja, neytendum og öllu samfélaginu til góða.

lyfis

LYFIS