Cleye augndropar frá Clear eyes

nafazolin hýdróklórið 0,12 mg/ml – 10 ml

Vinsælu augndroparnir frá Clear eyes við rauðum augum og ertingu í augum eru loksins fáanlegir á Íslandi. Augndroparnir heita Cleye á Íslandi en innihalda það sama og hafa sömu virkni og Clear eyes augndroparnir sem margir þekkja frá Bandaríkjunum. Fást án lyfseðils í apótekum.

Í mörg ár hafa Íslendingar þekkt Clear eyes augndropana og tekið þá heim með sér frá Bandaríkjunum. Nú eru þeir í fyrsta sinn fáanlegir í íslenskum apótekum undir heitinu Cleye. Cleye augndroparnir frá Clear eyes eru eina lyfið á Íslandi við roða og ertingu í augum.

Cleye frá Clear eyes við rauðum augum og ertingu í augum

Cleye augndropar frá Clear eyes innihalda virka efnið naphazolin, sem þrengir æðarnar í auganu og draga þannig úr roða og þrota. Þeir eru notaðir  við vægum roða og ertingu í augum sem stöku sinnum kemur fram. Cleye augndropar eru fljótir að verka, verkun byrjar innan 1 mínútu og endist í a.m.k. 3 klst. Cleye er ætlað til notkunar hjá fullorðnum og börnum, 12 ára og eldri. Ráðlagður skammtur er einn eða tveir dropar í hvort auga, tvisvar eða þrisvar á dag. Lyfið er eingöngu ætlað til notkunar í stuttan tíma í senn eða til notkunar stöku sinnum.

Rauð og ert augu

Það kemur fyrir að augnhvítan verður rauð, t.d. vegna þreytu eða álags og þá geta Cleye augndropar frá Clear eyes hjálpað. Augndroparnir slá einnig á ertingu í augum sem oft fylgir roðanum.

Cleye inniheldur benzalkonklóríð sem getur valdið ertingu í augum og þekkt er að efnið getur litað mjúkar augnlinsur. Forðist snertingu við mjúkar augnlinsur; fjarlægið augnlinsur áður en lyfið er sett í augun og bíðið í a.m.k. 15 mínútur áður en þær eru settar í að nýju.

Mikilvægt er að lesa vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.